Transkonan Hubbard úr leik

Laurel Hubbard er úr leik.
Laurel Hubbard er úr leik. AFP

Laurel Hubbard, fyrsta transkonan í sögunni sem keppir á Ólympíuleikum, er úr leik í +87 kílógramma flokki kvenna á leikunum í Tókýó.

Henni tókst ekki að ná gildri lyftu í snörun í undanúrslitunum í dag og féll því úr leik án þess að fá að reyna við hinn hluta keppninnar, jafnhendingu.

Tveir keppendur á Ólympíuleikunum eru opinberlega kynsegin. Það eru Quinn, miðjumaður kanadíska kvennalandsliðsins, og Alana Smith, sem keppti í kvennaflokki í hjólabrettum.

Hin nýsjálenska Hubbard er hins vegar sem áður segir fyrsta transkonan sem keppir á Ólympíuleikum.

Bandaríska transkonan Chelsea Wolfe gæti orðið önnur, en aðeins ef keppendurnir tveir í bandaríska kvennaliðinu í BMX-hjólreiðum draga sig úr keppni, en Wolfe er varamaður fyrir þær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert