19 ára Bandaríkjakona vann ólympíugull

Athing Mu kemur hér langfyrst í mark.
Athing Mu kemur hér langfyrst í mark. AFP

Spretthlauparinn Athing Mu frá Bandaríkjunum kom fyrst í mark í úrslitum 800 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag og tryggði sér ólympíugull með öruggum hætti á sínum fyrstu leikum, en hún er aðeins 19 ára gömul.

Mu var fremst í flokki allt hlaupið og hljóp það á 1:55,21 mínútu, meira en hálfri sekúndu á undan Keely Hodgkinson frá Stóra-Bretlandi, en hún er einnig 19 ára gömul og hljóp á 1:55,88 mínútum. Báðar settu þær landsmet í sínum löndum í greininni í hlaupi dagsins.

Hodgkinson vann sér þar með inn silfurverðlaun. Þriðja í mark kom Raevyn Rogers, einnig frá Bandaríkjunum, á 1:56,81 mínútu og nældi þannig í bronsverðlaun.

Mu fagnar sigrinum.
Mu fagnar sigrinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert