Brasilía í úrslit eftir sigur í vítakeppni

Brasilíumenn fagna í morgun.
Brasilíumenn fagna í morgun. AFP

Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér rétt í þessu sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Tókýó með sigri gegn Mexíxó í vítaspyrnukeppni.

Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma og sömuleiðis að lokinni framlengingu.

Því var gripið til vítakeppni þar sem Brasilíumenn höfðu mikla yfirburði. Mexíkóar klúðruðu fyrstu tveimur spyrnum sínum en Brasilíumenn skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum.

Mexíkó skoraði úr þriðju spyrnunni en skaðinn var skeður og Brasilía vann 4:1 í vítakeppninni. Dani Alves, Gabriel Martinelli, Bruno Guimaraes og Reinier skoruðu úr spyrnum sínum og Carlos Rodríguez úr einu spyrnu Mexíkó.

Brasilía er þar með komin í úrslit og mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Japans og Spánar, sem hefst klukkan 11.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert