Stórleikur Rubio dugði ekki til gegn Bandaríkjunum

Ricky Rubio í baráttu við Devin Booker í leiknum í …
Ricky Rubio í baráttu við Devin Booker í leiknum í nótt. AFP

Bandaríkin tryggðu sér sæti í undanúrslitum karla í körfuknattleik á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt með sterkum 95:81 sigri á Spáni í fjórðungsúrslitum keppninnar. Ricky Rubio fór á kostum í liði Spánar á meðan Kevin Durant fór fyrir Bandaríkjunum.

Rubio, sem leikur með Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni, skoraði 38 stig á meðan Durant, leikmaður Brooklyn Nets, skoraði 29 stig.

Leikurinn var hnífjafn og æsispennandi í fyrri hálfleiknum. Að loknum fyrsta leikhluta voru Spánverjar yfir, 19:21, og jafnt var í hálfleik, 43:43.

Flottur þriðji leikhluti og enn betri fjórði leikhluti skilaði Bandaríkjunum hins vegar sigri og mun liðið mæta sigurvegurunum úr viðureign Ástralíu og Argentínu, sem fer fram í hádeginu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert