Verða Bretar sviptir verðlaunum?

Nethaneel Mitchell-Blake, Richard Kilty, Chijindu Ujah og Zharnel Hughes fagna …
Nethaneel Mitchell-Blake, Richard Kilty, Chijindu Ujah og Zharnel Hughes fagna silfrinu. AFP

Útlit er fyrir að Bretar muni missa silfurverðlaun sín í 4x100 metra boðhlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó sem þeir fögnuðu svo mjög.

Hlaupið var mjög athyglisvert fyrir þær sakir að hvorki Bandaríkin né Jamaíka börðust um sigurinn heldur unnu Ítalir og Bretar urðu í öðru sæti.

Nú er babb komið í breska bátinn því Chijindu Ujah sem hljóp fyrsta sprettinn í bresku sveitinni féll á lyfjaprófi.

Hefur hann verið settur í tímabundið keppnisbann á meðan frekari rannsókn fer fram. Breska frjálsíþróttasambandið hefur ekki tjáð sig um málið enda liggja ekki fyrir niðurstöður úr b-sýni ennþá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert