Keppandi á sjúkrahúsi í Tókýó

Markvörður Tyrkja í keppni blindra ver með tilþrifum á Ólympíumótinu. …
Markvörður Tyrkja í keppni blindra ver með tilþrifum á Ólympíumótinu. Ekki kemur fram úr hvaða grein sá veiki er. AFP

Heilbrigðisyfirvöld í Tókýó skýrðu frá því í dag að keppandi á Ólympíumóti fatlaðra hefði verið fluttur á sjúkrahús á þriðjudaginn vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar og væri þar ennþá.

Jafnframt kom fram að hann væri ekki alvarlega veikur en þyrfti að dvelja áfram á sjúkrahúsinu. Fimmtán ný kórónuveirusmit sem tengjast Ólympíumótinu voru greind í dag, að sögn NHK, ríkissjónvarpsstöð Japan, og samtals hafa verið greind 275 smit sem tengjast mótinu, starfsfólki og keppendum, frá því það hófst 24. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert