Norður-Kórea sett í skammarkrókinn

Heimsfaraldurinn setti svip sinn á síðustu Ólympíuleika. Thomas Bach með …
Heimsfaraldurinn setti svip sinn á síðustu Ólympíuleika. Thomas Bach með grímu í Tókýó. AFP

Alþjóða ólympíunefndin hefur tekið þá ákvörðun að meina íþróttafólki frá Norður-Kóreu að keppa fyrir hönd Norður-Kóreu á næstu Vetrarólympíuleikum sem munu fara fram í nágrannaríkinu Kína á næsta ári. 

Keppnisbannið mun alla vega gilda út árið 2022 en Thomas Bach, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, segir að þá verði tekin ákvörðun um framhaldið af stjórn nefndarinnar. 

Keppnisbannið virðist vera sett á í refsingarskyni fyrir að taka ekki þátt í nýafstöðnum Ólympíuleikum í Tókýó. Þangað sendi Norður-Kórea sem sagt enga keppendur. 

Sá möguleiki verður hins vegar væntanlega til staðar að íþróttafólk frá Norður-Kóreu sem nær lágmörkum fyrir Vetrarólympíuleikana fái að keppa á leikunum undir ólympíufánanum. Ekki ósvipað því sem rússnesku íþróttafólki hefur staðið til boða að undanförnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert