Með mar, sár og bólgur en annars bara fín

Guðlaug Edda Hannesdóttir kom þjáð í mark.
Guðlaug Edda Hannesdóttir kom þjáð í mark. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í þríþraut á sínum fyrstu Ólympíuleikum í París í morgun. Keppnin gekk ekki áfallalaust fyrir sig, því hún datt illa þegar hún var um það bil hálfnuð með hjólabrautina.

„Ég datt af hjólinu svo líkaminn er ekki í besta standinu akkúrat núna. Mér er illt eftir að ég datt á vinstri hliðina.

Ég er svolítið marin, með sár og bólgur á mjöðminni og olnboganum en annars bara fín,“ sagði Edda við mbl.is eftir að hún kom í mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert