Frakkar urðu í kvöld fjórða og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í knattspyrnukeppni karla á Ólympíuleikunum í Frakklandi.
Þeir sigruðu þá Argentínumenn, 1:0, í Bordeaux og Jean-Philippe Mateta skoraði sigurmarkið strax á 5. mínútu leiksins.
Í undanúrslitum leika Frakkar við Egypta sem lögðu Paragvæ fyrr í kvöld í vítaspyrnukeppni eftir að liðin skildu jöfn, 1:1.
Fyrr í dag unnu Spánverjar öruggan sigur á Japönum, 3:0, og Marokkó vann stórsigur á liði Bandaríkjanna, 4:0.
Það verða því Spánn og Marokkó sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum en báðir leikirnir fara fram á mánudaginn.