Bandaríski heimsmethafinn Ryan Crouser varð í kvöld fyrstur allra til að verða Ólympíumeistari karla í kúluvarpi þrisvar í röð þegar hann sigraði í greininni á leikunum í París.
Crouser vann bæði í Ríó 2016 og í Tókýó 2021, og hann sigraði í kvöld með 22,90 metra kasti en hann var með mikla yfirburði.
Landi hans Joe Kovacs varð annar með 22,15 metra kasti og bronsið fékk Rajindra Campbell sem kastaði líka 22,15 metra.
Heimsmetið hjá Crouser er 23,56 metrar og ólympíumet hans frá því í Tókýó er 23.30 metrar.