Ótrúlegur endasprettur

Femke Bol svífur í markið á undan Kaylyn Brown og …
Femke Bol svífur í markið á undan Kaylyn Brown og tryggir Hollandi gullverðlaunin. AFP/Jewel Samad

Ótrúlegur endasprettur hjá Femke Bol tryggði Hollandi sigur í 4x400 metra boðhlaupi blandaðra sveita á Ólympíuleikunum í París í kvöld.

Bandaríkin voru með forystuna allt hlaupið og virtust með gullverðlaunin í höndunum þegar Bol geystist fram úr hverjum keppandanum á fætur öðrum á síðustu metrum lokasprettsins og kom fyrst í markið, á undan Kaylen Brown frá Bandaríkjunum.

Hollenska sveitin vann á 3:07,43 mínútum og setti með því Evrópumet í greininni. Bandaríkin hlupu á 3:07,74 og sveit Bretlands varð þriðja á landsmeti, 3:08,01 mínútum.

Hin þrjú í sigursveit Hollands voru Eugene  Omalla, Lieke Klaver og Isaya Klein.

Bol gæti orðið þrefaldur ólympíumeistari en hún keppir í 400 metra grindahlaupi á leikunum og síðan er hún í kvennasveit Hollands í 4x400 metra boðhlaupi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert