Alfreð og Þýskaland tryggðu sér toppsætið

Alfreð Gíslason og lærisveinar unnu A-riðilinn.
Alfreð Gíslason og lærisveinar unnu A-riðilinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þýskaland hafði betur gegn Slóveníu, 36:29, í handbolta í karlaflokki á Ólympíuleikunum í París í dag. Með sigrinum tryggði Þýskaland sér sigur í A-riðli.

Í stöðunni 13:13 tóku Þjóðverjar við sér og skoruðu sjö mörk í röð. Var staðan í hálfleik því 23:14. Áttu Slóvenar enga möguleika í seinni hálfleik.

Kai Häfner var markahæstur hjá Þjóðverjum með sjö mörk og Sebastian Heymann gerði sex. Kristjan Horzen skoraði sjö fyrir Slóveníu sem er einnig á leiðinni í átta liða úrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert