Hin kínverska Huang Ya Qiong átti ógleymanlegan dag í gær.
Hún byrjaði á því að verða Ólympíumeistari í tvenndarleik í badminton á leikunum í París er hún bar sigur úr býtum með liðsfélaga sínum Si Wei Zheng gegn Kim Won-ho og Heong Na-eun frá Suður-Kóreu í úrslitum.
Kærasti hennar Liu Yuchen, sem keppir einnig fyrir Kína á leikunum, fagnaði með nýja Ólympíumeistaranum og skellti sér síðan á skeljarnar og bað hennar.
Qiong sagði já og fékk því ólympíugullmedalíu um hálsinn og demantshring á baugfingur sama daginn.