Ammirati: „Stór vonbrigði“

Ammirati segir mistök sín hafa verið tæknilegs eðlis.
Ammirati segir mistök sín hafa verið tæknilegs eðlis. AFP/Antonin Thuillier

Franski stangastökkvarinn, Anthony Ammirati, hefur tjáð sig í kjölfar grátlegra mistaka sinna í stangastökkskeppni Ólympíuleikanna í París.

Hinn 21 árs gamli Ammirati, sem vann til gullverðlauna á Heimsmeistaramóti 20 ára og yngri árið 2022, virtist vera kominn yfir 5,7 metra þegar fermingarbróðir hans slengdist í stöngina sem féll af ránni.

Ammirati hafnaði í 12. sæti og komst ekki í úrslit en 5,7 metrar hefðu dugað honum til að komast inn í úrslitin.

„Þetta eru stór vonbrigði,“ lét Ammirati hafa eftir sér. „Ég er frekar vonsvikinn þar sem ég átti gott stökk. Þetta voru tæknileg mistök.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert