Fimleikakappinn Carlos Yulo vann til tvennra gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París um helgina og varð þar með fyrsti karlinn frá Filippseyjum til að vinna gull og fyrsti Filippseyingurinn sem vinnur tvö slík.
Yulo vann til ólympíugulls á gólfæfingum á laugardag og bætti við gullverðlaunum á stökki í gær.
Áður hafði Hidilyn Diaz unnið til 55 kg flokki kvenna gullverðlauna í ólympískum lyftingum í á leikunum í Tókýó árið 2021.
Eftir þennan sögulega árangur Yulos hefur ríkisstjórn Filippseyja ákveðið að verðlauna hann með gnægð gjafa.
NBC greinir frá því að Yulo fái meðal annars hús að gjöf, aðra íbúð að auki, peningagjöf að upphæð alls 31,1 milljón íslenskra króna, fríar ristilspeglanir frá 45 ára aldri og fríar núðlur til æviloka.
Auk þess mun hann fá frítt að borða á hinum ýmsu veitingastöðum til æviloka og ókeypis verkfræðihönnun frá verkfræðifyrirtækinu Nexa Engineering.