Sló eigið ólympíumet og varð svo meistari

Sarah Sjöström hefur verið sigursæl á Ólympíuleikunum.
Sarah Sjöström hefur verið sigursæl á Ólympíuleikunum. AFP/Oli Scarff

Sænska sundkonan Sarah Sjöström sló eigið ólympíumet í undanúrslitum 50 metra skriðsunds á Ólympíuleikunum í París á laugardag er hún synti á 23,66 sekúndum. Varð hún svo ólympíumeistari í greininni í gær.

Fyrra met Sjöström frá leikunum í Tókýó árið 2021 var 23,85 sekúndur.

Sjöström var svo einnig fyrst að bakkanum í úrslitum í gær er hún synti á 23,71 sekúndu.

Svíinn vann einnig ólympíugull í 100 metra skriðsundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert