Danir komnir í undanúrslit

Danska liðið að fagna í leikslok.
Danska liðið að fagna í leikslok. AFP/Thomas Coex

Danir unnu sterkan 29:25-sigur á Hollandi í átta liða úrslitum í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í París í dag.

Holland byrjaði leikinn vel og var mest fjórum mörkum yfir í hálfleik en Danmörk sneri leiknum við undir lok fyrri hálfleiks, skoruðu fjögur mörk í röð og voru einu marki yfir, 11:10.

Danir komust svo fimm mörkum yfir áður en Hollendingar skoruðu mark í seinni hálfleik og allt stefndi í öruggan sigur hjá Dönum þar til undir lokinn þegar Trine Oestregaard fékk rautt spjald og Anne Mette Hansen fékk tveggja mínútna brotvísun.

Því voru aðeins fjórir Danir inni á vellinum á síðustu mínútu leiksins þegar staðan var 28:25 en Hollendingar klúðruðu mikilvægari sókn með því að grípa ekki boltann og lentu fjórum mörkum undir og þannig lauk leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert