Sænska liðið hársbreidd frá því að detta út

Sænska liðið var mun sterkara í framlengingunni.
Sænska liðið var mun sterkara í framlengingunni. AFP/Francois Lo Presti

Svíþjóð er komin í undanúrslit í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Ungverjalandi, 36:32, eftir framlengdan leik í dag. 

Sænska liðið mætir þar með heimakonum í Frakklandi í undanúrslitum. 

Svíþjóð var marki undir, 29:28, þegar að fimm sekúndur voru eftir. Þá jafnaði Nina Koppang metin og tryggði framlengingu. 

Svíar skoruðu fyrstu fimm mörkin í framlengingunni og þá var ekki aftur litið. 

Koppang var markahæst hjá Svíum með sjö mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert