Bandaríkin eru komin í undanúrslit í körfubolta kvenna á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Nígeríu, 88:74, í kvöld.
Bandaríkin mæta Ástralíu í undanúrslitum en hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Frakklands og Belgíu.
Bandaríkin voru með yfirhöndina allan tímann en í fjórða leikhluta gerði Nígería vel og vann hann með 14 stigum.
A'ja Wilson skoraði mest fyrir Bandaríkin eða 20 stig.