Norðmenn á leiðinni heim

Sander Sagosen náði sér ekki á strik í leiknum.
Sander Sagosen náði sér ekki á strik í leiknum. AFP/Francois Lo Presti

Norska karlalandsliðið í handknattleik er á leiðinni heim af Ólympíuleikunum eftir tap fyrir Slóveníu, 33:28, í átta liða úrslitum í París í kvöld. 

Slóvenía mætir þar með Danmörku í undanúslitum en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, og Spánverjar. Slóvenar eru í fyrsta sinn í undanúrslitum.

Slóvenar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12, og einnig sterkari í síðari. 

Aleks Vlah fór á kostum í liði Slóveníu og skoraði ellefu mörk. Þá átti Blaz Janc einnig frábæran leik og skoraði níu mörk. 

Hjá Noregi skoraði Alexandre Blonz sjö mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert