Erna Sóley Gunnarsdóttir Íslandsmethafi í kúluvarpi er mætt til Parísar til að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum.
Erna mætir til leiks í frönsku höfuðborginni á morgun klukkan 8.25 er undankeppnin í kúluvarpinu fer fram á Stade de France, glæsilegum þjóðarleikvangi Frakka. Hún ræddi við Morgunblaðið í Ólympíuþorpinu.
„Þetta er geggjað. Að vera í kringum alla þessa flottu íþróttamenn frá öllum þessum þjóðum er geggjuð stemning. Þetta er svakalega flott.
Aðstæðurnar í þorpinu eru flottar, matsalurinn er geggjaður og maturinn mjög góður, þótt einhverjir séu ósammála mér.
Það er ekkert að pappakassarúmunum og ég sef mjög vel. Það er svolítið heitt en ég er með viftu,“ sagði Erna við Morgunblaðið.
Nánar er rætt við Ernu í Morgunblaðinu sem kom út í fyrramálið.