Allt sauð upp úr eftir lokaflautið

Leikmenn liðanna eftir leikinn.
Leikmenn liðanna eftir leikinn. AFP/Arun Sankar

Kína er komið í úrslit eftir í hokkí kvenna eftir sigur gegn Belgíu í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í París í gær.

Eftir lokaflautið skaut Yunixa Fan í mótherja sinn og leikmenn belgíska landsliðsins hlupu að henni. Belgíska Judith Vandermeiren fékk gult spjald fyrir að hlaupa að Fan og hrinda henni og Fan fékk einnig gult spjald fyrir atvikið.

Belgía mætir Argentínu í bronsleiknum á morgun klukkan 12 og Kína mætir Hollandi í úrslitaleiknum klukkan 18 sama dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert