Hin bandaríska Chase Jackson, efsta konan á heimslistanum í kúluvarpi og ríkjandi heimsmeistari, náði sér ekki á strik á Ólympíuleikunum í París í dag.
Hún kastaði lengst 17,60 metra, en á best 20,76 metra. Endaði Jackson í 17. sæti en 12 efstu keppendurnir keppa til úrslita annað kvöld. Hún verður því afar óvænt ekki með.
Jackson var ekki með á leikunum í Tókýó fyrir þremur árum þar sem hún smitaðist af covid rétt fyrir bandaríska úrtökumótið. Varð hún því fyrir miklum vonbrigðum aðra leikana í röð.
Jackson hágrét er hún rölti fram hjá viðtalssvæðinu eftir keppni og baðst undan viðtölum, enda áfallið mikið.