Erna hækkaði sig um 11 sæti

Erna Sóley Gunnarsdóttir varpar kúlunni í París í dag.
Erna Sóley Gunnarsdóttir varpar kúlunni í París í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Erna Sóley Gunnarsdóttir hafnaði í 20. sæti í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í París dag á sínum fyrstu leikum.

Það nægði ekki til að fara í úrslit þar sem sex efstu í hvorum riðli fóru áfram í úrslitin sem fara fram annað kvöld. Var keppt á hinum magnaða Stade de France leikvangi, þjóðarleikvangi Frakklands.

Erna kastaði lengst 17,39 metra en Íslandsmet hennar utanhúss í greininni er 17,91 metrar, en hún hefur þó kastað 17,92 metra innanhúss.

Erna Sóley Gunnarsdóttir
Erna Sóley Gunnarsdóttir Kristinn Magnússon

Erna kastaði fyrst 17,34 metra. Var hún í áttunda sæti af 16 keppendum eftir fyrstu umferðina. Hún gerði gott betur í öðru kasti, kastaði 17,39 metra, en var fallin niður í tíunda sæti fyrir þriðju og síðustu umferðina. 

Þar kastaði hún 17,29 metra og tókst því ekki að bæta sig. Er þátttöku íslensku Ólympíufaranna í París því lokið, en Erna var síðust af þeim fimm sem kepptu fyrir hönd Íslands að þessu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert