Mest stressandi sem þú gerir

Erna Sóley Gunnarsdóttir öskrar á eftir kúlunni í dag.
Erna Sóley Gunnarsdóttir öskrar á eftir kúlunni í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Erna Sóley Gunnarsdóttir hafnaði í 20. sæti í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í París í dag, en hún var að keppa á sínum fyrstu leikum.

Erna stóðs pressuna sem fylgir því að keppa á Ólympíuleikum vel og náði flottum árangri, hennar besta á stórmóti til þessa.

Nokkrir keppendur áttu erfitt uppdráttar og þar á meðal heimsmeistarinn Chase Jackson sem komst mjög óvænt ekki áfram í úrslit.

„Svona undankeppnir er eitthvað það mest stressandi sem þú getur gert sem íþróttamaður. Þú færð bara þrjú köst og þú verður að vera upp á þitt allra besta til að fara áfram.

Það er stress sem er erfitt að ráða við. Það sást, því það voru margir sem voru ekki upp á sitt besta. Það er rosalega erfitt að vera góður í þremur köstum með alla þessa pressu á bakinu,“ útskýrði Erna við mbl.is eftir keppnina í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert