Vann brons smitaður af kórónuveirunni

Noah Lyles með andlitsgrímu vegna kórónuveirusmitsins.
Noah Lyles með andlitsgrímu vegna kórónuveirusmitsins. AFP/Jewel Samad

Noah Lyles, gullverðlaunahafi í 100 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í París, lét ekki kórónuveiruna aftra sér frá því að taka þátt í úrslitum 200 metra hlaupsins í kvöld.

Lyles þótti einnig sigurstranglegur í 200 metra hlaupinu en þrátt fyrir veikindin ákvað hann að taka þátt.

Bandaríkjamaðurinn var skiljanlega ekki upp á sitt besta en krækti þó í bronsverðlaun. Eftir sprettinn hlaut hann aðhlynningu læknateymis og ræddi svo við fréttamenn með andlitsgrímu, þar Lyles opinberaði að hann væri smitaður af veirunni.

Letsile Tebogo frá Botsvana kom nokkuð óvænt fyrstur í mark.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert