Fæddist á Akureyri og spilar í úrslitum á ÓL

Ekaterina Antropova, til hægri, í undanúrslitum á Ólympíuleikunum.
Ekaterina Antropova, til hægri, í undanúrslitum á Ólympíuleikunum. AFP/Natalia Kolesnikova

Blakkonan Eka­ter­ina Antropova er komin í úrslit á Ólympíuleikunum með Ítalska landsliðinu en hún fæddist á Íslandi.

Faðir henn­ar, Michael Antropov, spilaði körfubolta með liði Tinda­stóls á árunum 2000-2003 og bjó hér ásamt Olgu konu hans. Antropova fæddist á Akureyri árið 2003 en er þó ekki með íslenskan ríkisborgararétt.

Antropova er með ítalskan og rússneskan ríkisborgararétt en keppir fyrir ítalska landsliðið. Ítalía vann Serbíu, 3:0, í undanúrslitum og Antropova skoraði fimm stig í leiknum.

Ítalía mætir næst Bandaríkjunum á sunnudaginn í úrslitaleiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert