Litið upp til þeirra síðan ég var lítil

Erna Sóley Gunnarsdóttir í keppninni í dag.
Erna Sóley Gunnarsdóttir í keppninni í dag. Kristinn Magnússon

Erna Sóley Gunnarsdóttir hafnaði í dag í 20. sæti í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í París í gær. 

Erna var að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum og náði sínum besta árangri á stórmóti til þessa, gegn allra bestu kúluvörpurum heims, sem hún hefur lengi litið upp til.

„Það eru margar þarna sem ég hef litið upp til síðan ég var lítil, eins og Song frá Kína. Ég hef fylgst með henni síðan ég man eftir mér.

Að vera á sama vettvangi og þessar stelpur og vinna nokkrar sem eiga að vera betri en ég er geggjað,“ sagði Erna við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert