Arshad Nadeem sló ólympíumet í spjótkasti í París í gær og er fyrsti ólympíumeistari Pakistan í frjálsum íþróttum á leikunum.
Nadeem kastaði 92,97 metra sem tryggði honum gullverðlaun en þetta er fyrsta medalía Pakistan á leikunum síðan karlalandsliðið í hokkí vann bronsverðlaun í Barcelona fyrir 32 árum.
Neeraj Chopra frá Indlandi lenti í öðru sæti en hann kastaði lengst 89,45 metra. Anderson Peters frá Grenada lenti í þriðja sæti með kast upp á 88,54 metra.