Ungverjinn Kristof Rasovszky er ólympíumeistari í 10 km maraþonsundi karla á Ólympíuleikunum í París en keppt var í Signu í morgun.
Rasovszky kom í mark á tímanum 1:50,53 en þar á eftir var Þjóðverjinn Oliver Klemet á 1:50,55. Í þriðja sæti var svo David Betlehem frá Ungverjalandi.
Ríkjandi ólympíumeistarinn Florian Wellbrock frá Þýskalandi lenti í 8. sæti á tímanum 1:51,54. Sigurstranglegi Ítalinn Gregorio Paltrinieri lenti í 9. sæti á tímanum 1:51,58. Heimamaðurinn Logan Fontaine lenti í 4. sæti en þetta voru hans fyrstu Ólympíuleikar í greininni.