Frakkland tók gullið

Frakkland fagnar sigrinum í dag.
Frakkland fagnar sigrinum í dag. AFP/Mauro Pimentel

Gestgjafarnir í Frakklandi unnu öruggan 3:0-sigur á Póllandi í blaki karla í úrslitaleiknum um gullið á Ólympíuleikunum í París í dag.  

Þetta eru aðrir leikarnir í röð sem Frakkland vinnur til gullverðlauna í blaki karla. 

Frakkaland vann fyrstu hrinuna af öryggi, 25:19. Frakkar voru líka með mikla yfirburði í annarri hrinu og unnu þeir hana, 25:20.  

Þriðja og síðasta hrinan var jafnari. Pólland komst yfir 17:15 en þá gáfu Frakkar í og enduðu á því að vinna 25:23.  

Jean Patry var stigahæstur í liði Frakka með 17 stig. Hjá Pólverjum var það Bartosz Kurek með 10 stig.  

Í leiknum um bronsið í blaki karla áttust við Bandaríkin og Ítalía. Þar höfðu Bandaríkin betur, 3:0, og tryggðu þar með bronsið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert