Varamaður Ólympíumeistari á nýju Ólympíumeti

Tamirat Tola að koma í mark í París í dag.
Tamirat Tola að koma í mark í París í dag. AFP/Andrej Isakovic

Hinn Eþíópíski langhlaupari Tamirat Tola vann sitt fyrsta ólympíugull er hann kom fyrstur í mark í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum í París í dag.  

Tola hljóp á tímanum 2:06:26 sem er nýtt ólympíumet en hann sló þar með met Keníumannsins Samuel Manjiru frá Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.  

Tola öðlaðist keppnisrétt fyrir tveimur vikum síðan þegar hann var kallaður inn í hópinn hjá Eþíópíu sem varamaður fyrir Sisay Lemma.  

Belginn Bashir Abdi hreppti silfur á tímanum 2:06:47 og Keníumaðurinn Benson Kipruto tók bronsið á tímanum 2:07:00. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert