Bandaríkin tóku heim flestu verðlaunin

Bandaríkin hrepptu 126 verðlaun á Ólympíuleikunum í París.
Bandaríkin hrepptu 126 verðlaun á Ólympíuleikunum í París. AFP/Loic Venance

Ólympíuleikunum í París er lokið og Bandaríkjamenn eru sú þjóð sem fékk flest verðlaun eða 126 talsins.  

Bandaríkin fengu jafnmörg gullverðlaun og Kína en fleiri silfurverðlaun og eru því sigurvegarar Ólympíuleikana í ár. 

Í dag voru Bandaríkin með 38 gullverðlaun gegn 39 gullverðlaunum Kína. Bandaríkin áttu möguleika á að bæta við sig fjórum en Kína aðeins einu.  

Li Wenwen sótti gull í +81kg kraftlyftingum kvenna fyrir Kína og voru gullverðlaun Kína þá orðin 40 talsins.  

Jennifer Valente tryggði gull fyrir Bandaríkin í hjólreiðum og var því pressa á kvennalandsliði Bandaríkjanna í körfubolta að sigra Frakkland í lokaviðburði mótsins. Bandaríska kvennalandsliðið sigraði í æsispennandi leik, 67:66, og tryggði þar með 40 gullverðlaun Bandaríkjanna á leikunum.  

Japanir eru í þriðja sæti með 20 gullverðlaun sem er sama sæti og frá síðustu leikum í Tókýó fyrir þremur árum.  

Ástralía átti sína bestu Ólympíuleika í sögunni þegar kemur að verðlaunum en landið endaði með 18 gullverðlaun. Heimamenn í Frakklandi komu síðan á eftir þeim með 16 gullverðlaun.  

Hér fyrir neðan má sjá mynd af efstu tíu löndunum.




Hægt að smella á myndina til að sjá hana stærri.
Hægt að smella á myndina til að sjá hana stærri. Ljósmynd/Eurosport
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert