Spánn sigraði Slóveníu með minnsta mun, 23:22, í bronsleik karla í handbolta á Ólympíuleikunum í París í morgun.
Þetta var í fimmta sinn sem Spánverjar vinna bronsverðlaun í handbolta en ekkert lið hefur unnið bronsið jafn oft. Liðið hefur sigrað alla leiki um þriðja sæti sem það hefur spilað á leikunum.
Þetta var í annað skipti á leikunum sem liðin mættust en Spánn sigraði þann leik, 22:25.
Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi og eftir 15 mínútur var Slóvenía yfir, 6:4, en Spánverjar komu til baka og staðan var jöfn í hálfleik, 12:12.
Spánn komst tveimur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Slóvenía jafnaði og eftir það voru Slóvenar marki undir eða staðan jöfn. Það var ekki fyrr en undir lokinn sem Slóvenar komust yfir, 20:19, en Spánverjar svöruðu því vel og sigruðu með einu marki, 23:22.
Alexi Gomez var markahæstur fyrir Spán með fimm mörk, úr fimm skotum, og á eftir honum var Agustin Casado með fjögur mörk. Gonzalo Perez de Vargas varði níu skot.
Fyrrir Slóveníu var Jure Dolenec markahæstur með sex mörk og þar á eftir var Blaz Janc með fimm skot og 100% skotnýtingu. Klemen Ferlin varði 11 skot.
Úrslitaleikurinn er svo klukkan 11:30 í dag en þar mætast Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, og Danmörk.