Hollenski strandblaksleikmaðurinn Steven van de Velde brotnaði niður í fyrsta viðtali sínu eftir Ólympíuleikana.
Van de Velde fékk að keppa á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að vera með dóm á bakinu fyrir að brjóta kynferðislega á barni.
Hollendingurinn var 19 ára gamall þegar hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega gegn 12 ára stúlku. Hann hélt áfram að spila strandblak eftir að hann losnaði úr fangelsi og fékk að taka þátt í Ólympíuleikunum.
Sú ákvörðun var óvinsæl meðal áhorfenda á mótinu og var margoft baulað á van de Velde á meðan á leikunum stóð.
Í viðtali við Telegraaf í Hollandi brotnaði van De Velde niður. Þá talaði hann um að fólk hafi gengið of langt með því að áreita liðsfélaga sem og fjölskyldumeðlimi hans.
„Ég gerði mistök fyrir tíu árum og verð að taka afleiðingum þess. Það er samt of langt gengið að ráðast á fólkið í kringum mig,“ sagði van de Velde meðal annars.
Þá sagðist hann hafa íhugað að hætta við að taka þátt á Ólympíuleikunum.
Van de Velde og liðsfélagi hans, Matthew Immer, duttu út í 16-liða úrslitum strandblaksins á Ólympíuleikunum en þá töpuðu þeir fyrir Brasilíu.