Þorði að prófa og fór á Ólympíuleikana

Erna Sóley Gunnarsdóttir.
Erna Sóley Gunnarsdóttir. Kristinn Magnússon

Erna Sóley Gunnarsdóttir, sem keppti í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í París, prófaði hinar ýmsu íþróttir áður en hún fann sig í kúluvarpinu.

„Ég var í öllu þegar ég var yngri, sundi, fimleikum, karate og lengst í handbolta,“ sagði Erna í samtali við mbl.is.

Hún hefur mikinn áhuga á handbolta enda er yngri bróðir hennar Þorsteinn Leó Gunnarsson atvinnu- og landsliðsmaður í íþróttinni.

„Ég byrjaði sem skytta en var síðan mest í markinu því ég var ekkert rosalega góð í að hlaupa, ólíkt yngri bróður mínum.

Svo fann ég mig í kúluvarpinu og ég er ánægð með að hafa fundið íþróttina mína eftir að hafa þorað að prófa aðrar íþróttir,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert