Alma María brekkusprettsmeistari kvenna

Hjólreiðakeppni Reykjavíkurleikanna fór fram á Skólavörðustígnum í kvöld. Um var að ræða svokallaða brekkusprettskeppni þar sem byrjað er neðst á Skólavörðustíg og hjólað upp að gatnamótum við Bergstaðastræti.

Alma María Rögnvaldsdóttir sigraði og var kjörin Brekkusprettsmeistari Íslands í kvennaflokki 2014. Í öðru sæti var Evgenia Ilyinskaya og í því þriðja María Ögn Guðmundsdóttir. Hér má finna fregnir af úrslitum í karlaflokki.

Stemningin var góð á Skólavörðustígnum í kvöld. Fjölmargir létu sjá sig þrátt fyrir smá rigningu enda var veðrið mjög ljúft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert