Grænlenskur sigur í borðtennis

Ivik Nielsen sigraði í einliðaleik karla í borðtennis, annað árið …
Ivik Nielsen sigraði í einliðaleik karla í borðtennis, annað árið í röð. Sportmyndir.is

Ivik Nielsen sigrað í einliðaleik karla í borðtennis á WOW Reykjavik International Games um helgina og er þetta annað árið í röð sem hann sigrar á mótinu. Sigurvegari í einliðaleik kvenna var Avi Rodgaard, einnig frá Grænlandi.

Í úrslitum í karlaflokki mætti Ivik Nielsen Magnúsi Hjartarsyni úr Víkingi. Leikurinn fór 4-1 (11-3, 8-11, 13-11, 11-5 og 11-9). Í 3.-4. sæti voru Magnús Kristinn Magnússon, Víkingi, og Magnús Gauti Úlfarsson, BH.

Avi Rodgaard mætti Kolfinnu Bjarnadóttur úr HK í úrslitum í kvennaflokki. Avi Rodgaard sigraði nokkuð örugglega 4-0 (11-9, 11-9, 11-6 og 11-6). Í 3.-4. sæti voru Aldís Rún Lárusdóttir, KR og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR.

Borðtennismót Reykjavíkurleikanna fór fram í TBR-húsinu og var í umsjón borðtennisdeildar Víkings. Allt besta borðtennisfólk landsins tók þátt ásamt gestum frá Svíþjóð, Grænlandi, Ungverjalandi og Póllandi.

Sigurvegararnir borðtenniskeppni Reykjavíkurleikanna Avi Rodgaard og Ivik Nielsen frá Grænlandi.
Sigurvegararnir borðtenniskeppni Reykjavíkurleikanna Avi Rodgaard og Ivik Nielsen frá Grænlandi. Pétur Stephensen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert