Gullið framar eigin vonum

Þuríður Helgadóttir, fyrir miðju, á verðlaunapallinum um helgina.
Þuríður Helgadóttir, fyrir miðju, á verðlaunapallinum um helgina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þuríður Erla Helgadóttir undirstrikaði það um helgina að hún er fremst í flokki lyftingakvenna hér á landi, en hún hrósaði sigri í ólympískum lyftingum á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll í gær.

Þuríður lyfti 84 kg í snörun og 101 kg í jafnhendingu, sem er alveg við hennar besta en árangurinn var framar eigin vonum.

„Ég kom með frekar litlar væntingar inn í þetta mót; það er frekar stutt síðan ég keppti á HM, svo hef ég verið veik og í endajaxlatöku þar á milli svo ég hef ekki verið búin að lyfta mínar lyftur alveg síðastliðnar fjórar vikur. Ég ákvað bara að koma inn í mótið með markmið að ná sex góðum lyftum og það gekk eiginlega bara vonum framar,“ sagði Þuríður Erla við Morgunblaðið eftir keppnina og viðurkenndi að árangurinn hefði komið sér nokkuð á óvart.

Þuríður er 26 ára gömul og átti frábært keppnisár í fyrra. Hún setti tvö Íslandsmet þegar hún snaraði 86 kg og jafnhenti 108 kg á HM í Kaliforníu, auk þess sem 194 kg í samanlögðu var einnig yfir Íslandsmeti. Hún hafnaði í 10. sæti í -58 kg flokki á HM og í 13. sæti í -63 kg flokki á EM þar sem hún lyfti samtals 181 kg. Þrátt fyrir það má segja að ólympískar lyftingar séu aukabúgrein hjá henni.

Sjá allt viðtalið við Þuríði og meira um Reykjavíkurleikana í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Þuríður Erla Helgadóttir.
Þuríður Erla Helgadóttir. Ljósmynd/Kari Kinnunen
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert