Annar fulkominn leikur

Í dag var leikinn 2. riðillinn í keilukeppni WOW Reykjavik International Games í Keiluhöllinni Egilshöll. 

Í gær náði Gústaf Smári Björnsson fullkomnum leik eða 300 pinnum en í dag varð það Íslandsvinurinn og Svíinn Robert Anderson sem náði að afreka það. Anderson svaf greinilega vel því hann byrjaði fyrsta leik dagsins á 300 pinnum. Er þetta í 35. sinn sem hann nær fullkomnum leik í keppni. Meðfylgjandi er myndband af afrekinu.

Best í dag spilaði hinsvegar heimsmeistari einstaklinga 2016, Daninn Jesper Agerbo en hann náði 1.553 í 6 leikjum eða 258,8 í meðaltal og tyllti sér þar með í efsta sæti forkeppninnar. Í öðru sæti er Arnar Sæbergsson úr ÍR og í því þriðja Gústaf Smári Björnsson úr Keilufélagi Reykjavíkur. Efst kvenna er Ástrós Pétursdóttir úr ÍR.

Hin ungi og efnilegi Mikael Aron Vilhelmsson úr Keilufélagi Reykjavíkur setti Íslandsmet í 4. flokki pilta í 4, 5 og 6 leikjum í dag en heildarskor hans var 1.062 pinnar eða 177,0 í meðaltal.

Síðasti riðillinn í forkeppninni í keilu hefst í fyrramálið klukkan 9 í Keiluhöllinni Egilshöll.

Nánari upplýsingar um keilukeppni WOW Reykjavik International Games má finna á vef Keiludeildar ÍR.  

Jesper Agerbo er efstur í keilukeppni Reykjavíkurleikanna.
Jesper Agerbo er efstur í keilukeppni Reykjavíkurleikanna. Keiludeild ÍR
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert