Sjónarmunur á fyrstu mönnum

Agnar Örn Sigurðarson sem keppir fyrir HFR kom sjónarmun á undan Emil Þór Guðmundssyni úr Tindi í mark í úrslitaeinvíginu í karlaflokki í brekkusprettskeppni Reykjavíkurleikanna í kvöld. Keppnin fór fram á upphituðum Skólavörðustígnum. Agnar Örn sem er aðeins 17 ára gamall byrjaði að keppa á götuhjólum í fyrra og er þetta fyrsta fullorðinsmótið sem hann sigrar. Í þriðja sæti var Helgi Berg Friðþjófsson úr HFR. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá svipmyndir frá úrslitaeinvíginu í kvöld.

Agnar Örn Sigurðarson til vinstri sigraði í brekkusprettskeppni karla í …
Agnar Örn Sigurðarson til vinstri sigraði í brekkusprettskeppni karla í kvöld Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert