Jórunn með yfirburði í skotfimi

Keppni í skotfimi á Reykjavíkurleikunum fór fram í Egilshöll í …
Keppni í skotfimi á Reykjavíkurleikunum fór fram í Egilshöll í dag. Sportmyndir.is

Skotíþróttakeppni WOW Reykjavik International Games fór fram í Egilshöllinni í dag. Keppt var í opnum flokki með annars vegar loftskammbyssu og hins vegar með loftriffli. Jórunn Harðardóttir gerði sér lítið fyrir og vann í báðum flokkum og setti fjögur Íslandsmet. Guðmundur Helgi Christensen var valinn besti karl mótsins en hann var í 2. sæti í keppni með loftriffli og 4. sæti í loftskammbyssu.

Í loftskammbyssu var Íslandsmet Jórunnar 557 stig og í loftriffli 604,9 stig en bæði þessi met voru sett í riðlakeppninni. Hún setti svo einnig Íslandsmet kvenna í úrslitum með loftriffli, 239,7 stig og úrslitum með loftskammbyssu, 219,0 stig. Tvö Íslandsmet voru auk þess sett í unglingaflokki kvenna, Ingibjörg Ylfa Gunnarsdóttir setti met í loftskammbyssu þegar hún fékk 374 stig og Viktoría Erla Þ. Bjarnarson setti met í loftriffli með 562,3 stig. Þess ber að geta að breyting varð á reglum Alþjóðaskotíþróttasambandsins (ISSF) í kvennakeppninni frá áramótum þannig að konur skjóta nú jafnmörgum skotum og karlar, 60 alls.

Verðlaunahafar mótsins voru:

Loftskammbyssa

  1. Jórunn Harðardóttir, SR, 239,7 stig
  2. Guðmundur Helgi Christensen, SR, 223,9 stig
  3. Helgi S. Jónsson, Skotdeild Keflavíkur, 198,9 stig

Loftriffill

  1. Jórunn Harðardóttir, SR, 219,0 stig
  2. Elías M. Kristjánsson, Skotfélagi Akraness, 207,5 stig
  3. Karl Kristinsson, SR, 188,7 stig.

Nánari úrslit má finna á vef Skotfélags Reykjavíkur

Jórunn Harðardóttir var með yfirburði í keppninni.
Jórunn Harðardóttir var með yfirburði í keppninni. Sportmyndir.is
Ingibjörg Ylfa Gunnarsdóttir setti Íslandsmet í unglingaflokki kvenna með loftskammbyssu.
Ingibjörg Ylfa Gunnarsdóttir setti Íslandsmet í unglingaflokki kvenna með loftskammbyssu. Sportmyndir.is
Viktoría Erla Þ. Bjarnarson setti Íslandsmet í unglingaflokki kvenna með …
Viktoría Erla Þ. Bjarnarson setti Íslandsmet í unglingaflokki kvenna með loftriffli. Guðmundur Gíslason
Guðmundur Helgi Christensen var valinn besti karl mótsins.
Guðmundur Helgi Christensen var valinn besti karl mótsins. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert