Andri og Freyja best í skylmingum

Úrslitaviðureignin í skylmingum, Freyja Sif Stefnisdóttir til vinstri og Giedré …
Úrslitaviðureignin í skylmingum, Freyja Sif Stefnisdóttir til vinstri og Giedré Razguté til hægri. Sportmyndir.is

Skylmingakeppni WOW Reykjavik International Games fór fram í Skylmingamiðstöðinni á Laugardalsvelli um helgina. Keppt var í bæði unglinga og fullorðinsflokkum og tóku erlendir gestir frá Svíþjóð, Litháen, Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Búlgaríu þátt.

Í kvennaflokki var sigurvegari Freyja Sif Stefnisdóttir. Freyja sigraði í úrslitaleiknum Giedré Razguté frá Litháen 15:7.

Í karlaflokki stóð Andri Nikolaysson Mateev uppi sem sigurvegari. Hann mætti í úrslitum Magnus De Witt frá Þýskalandi og sigraði hann 15:5. Í undanúrslitum sigraði Andri Kjartan Óla Ágústsson og Magnús Daníel Magnússon og eru meðfylgjandi myndir úr þeim viðureignum.

Andri Nikolaysson Mateev á flugi í viðureign gegn Kjartani Óla …
Andri Nikolaysson Mateev á flugi í viðureign gegn Kjartani Óla Ágústssyni. Sportmyndir.is
Giedré Razguté frá Litháen nær og sigurvegarinn Freyja Sif Stefnisdóttir …
Giedré Razguté frá Litháen nær og sigurvegarinn Freyja Sif Stefnisdóttir fjær. Sportmyndir.is
Daníel Magnússon á lofti í viðureign gegn silfurverðlaunahafanum Magnus De …
Daníel Magnússon á lofti í viðureign gegn silfurverðlaunahafanum Magnus De Witt. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert