Íslandsmet í bogfimi

Sigurjón Atli Sigurðsson, lengst til hægri, setti Íslandsmet með sveigboga.
Sigurjón Atli Sigurðsson, lengst til hægri, setti Íslandsmet með sveigboga. Sportmyndir.is

Keppni í bogfimi á WOW Reykjavik International Games, RIG, er nú í fullum gangi í Bogfimisetrinu við Dugguvog. Átta liða úrslit hófust klukkan 9:30 en úrslitaviðureignirnar hefjast klukkan 16:00.

Í undankeppninni í gær slógu tveir keppendur sín eigin Íslandsmet Sigurjón Atli Sigurðsson í sveigboga með 579 stigum en fyrra metið var 577 stig og Helga Kolbrún Magnúsdóttir í trissuboga með 576 stigum en fyrra metið var 575 stig frá 2014.

Efstu keppendur að lokinni undankeppni:

Sveigbogi karla
1. Sigurjón Atli Sigurðsson, 579 stig, Ísland
2. Jogvan Magnus Andreasen, 573 stig, Færeyjar
3. Haraldur Gústafsson, 565 stig, Ísland

Sveigbogi kvenna
1. Astrid Daxböck, 522 stig, Ísland
2. Kelea Quinn, 515 stig, Þýskaland
3. Armelle Decoulne, 512 stig, Frakkland

Trissubogi karla
1. Jógvan Niclasen, 579 stig, Færeyjar
2. Carl Johan Bengtsson, 577 stig, Svíþjóð
3. Arnar Þór Sveinsson, 555 stig, Ísland

Trissubogi kvenna
1. Sherry Gale, 578 stig, Ástralía
2. Helga Kolbrún Magnúsdóttir, 576 stig, Ísland
3. Eowyn Marie A. Mamalias, 550 stig, Ísland

Helga Kolbrún Magnúsdóttir sem er hér fremst á myndinni setti ...
Helga Kolbrún Magnúsdóttir sem er hér fremst á myndinni setti Íslandsmet með trissuboga. Sportmyndir.is
mbl.is