Keppt í fjórum greinum á RIG í dag

Skylmingakeppni RIG fer fram í Skylmingamiðstöðinni á Laugardalsvelli.
Skylmingakeppni RIG fer fram í Skylmingamiðstöðinni á Laugardalsvelli. Sportmyndir.is

Íþróttaleikunum WOW Reykjavik International Games, RIG, lýkur í dag en þessi mikla íþróttahátíð hefur staðið yfir síðan 25. janúar. Keppt verður í fjórum íþróttagreinum í dag en í kvöld verður hátíðardagskrá í Laugardalshöll þar sem veitt verða verðlaun og ýmis skemmtiatriði eru á dagskránni.

Keppt verður í badminton unglinga í TBR-húsinu klukkan 9-16 í dag og bogfimi í Bogfimisetrinu við Dugguvog klukkan 9:30-17. Keilukeppnin fer fram í Egilshöllinni klukkan 9-17 og keppni í skylmingum í Skylmingamiðstöðinni á Laugardalsvelli klukkan 10:30-16.

Nánari upplýsingar um íþróttaleikana má finna á rig.is.

Keppni í bogfimi fer fram í Bogfimisetrinu við Dugguvog.
Keppni í bogfimi fer fram í Bogfimisetrinu við Dugguvog. Sportmyndir.is
Keppt er í badminton í TBR-húsinu við Gnoðarvog.
Keppt er í badminton í TBR-húsinu við Gnoðarvog. Sportmyndir.is
Keilukeppni RIG fer fram í Egilshöllinni.
Keilukeppni RIG fer fram í Egilshöllinni. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert