Þórunn og Bartal best í badminton

Þórunn Eylands, sigurvegari í U19-flokknum í badminton á Reykjavíkurleikunum.
Þórunn Eylands, sigurvegari í U19-flokknum í badminton á Reykjavíkurleikunum. Sportmyndir.is

Um helgina var keppt í unglingaflokkum í badminton á WOW Reykjavik International Games. 150 leikmenn tóku þátt í mótinu, sem fram fór í TBR-húsunum, frá Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð. Erlendu keppendurnir voru 62 talsins en þeim fylgdi annar eins fjöldi af þjálfurum, fararstjórum og áhorfendum.

Besta badmintonfólk mótsins voru valin þau Þórunn Eylands úr TBR og Bartal Poulsen frá Færeyjum en þau sigruðu bæði í einliðaleik í U19-flokknum. Bartal vann auk þess tvíliðaleik með Elís Þór Danssyni úr TBR og Þórunn tvenndarleik með Einari Sverrissyni úr TBR.

Nánari úrslit badmintonmótsins. 

Bartal Poulsen, sigurvegari í U19-flokknum í badminton á Reykjavíkurleikunum.
Bartal Poulsen, sigurvegari í U19-flokknum í badminton á Reykjavíkurleikunum. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert