Hörð samkeppni í fimleikum (myndir)

Uliana Perebinosova sigraði í kvennaflokki
Uliana Perebinosova sigraði í kvennaflokki Sportmyndir.is

Íslenskt fimleikafólk fékk harða samkeppni á fimleikamóti WOW Reykjavik International Games um helgina. Erlendu keppendurnir komu frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Svíþjóð en flug þeirra sem ætluðu að koma frá Wales var fellt niður vegna bilunar og þurftu þeir því að boða forföll. 

Rússneska fimleikafólkið var með nokkra yfirburði í keppninni og sigraði í bæði fullorðins- og unglingaflokkum. Í karlaflokki sigraði Nikolai Kisjkilev en efstur Íslendinga var Stefán Ingvarsson úr Björk sem var í 3. sæti. Í kvennaflokki sigraði Uliana Perebinosova en efst Íslendinga var ólympíufarinn Irina Sazonova úr Ármanni.

Heildarúrslit fimleikamótsins

Nikolai Kisjkilev sigraði í karlaflokki
Nikolai Kisjkilev sigraði í karlaflokki Sportmyndir.is
Irina Sazonova úr Ármanni var í 2.sæti í kvennaflokki og …
Irina Sazonova úr Ármanni var í 2.sæti í kvennaflokki og efst Íslendinga Sportmyndir.is
Stefán Ingvarsson úr Björk var í 3.sæti í karlaflokki og …
Stefán Ingvarsson úr Björk var í 3.sæti í karlaflokki og efstur Íslendinga. Sportmyndir.is
Uliana Perebinosova sýndi glæsilegar æfingar á gólfi og fékk 13.666 …
Uliana Perebinosova sýndi glæsilegar æfingar á gólfi og fékk 13.666 stig fyrir. Sportmyndir.is
Nikolai Kisjkilev sigraði bæði í heildarstigakeppni og á hesti þar …
Nikolai Kisjkilev sigraði bæði í heildarstigakeppni og á hesti þar sem hann fékk 13.750 stig. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert