Reykjavíkurleikar á enda

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði gesti á lokahátíð Reykjavíkurleikanna.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði gesti á lokahátíð Reykjavíkurleikanna. Sportmyndir.is

Íþróttaleikarnir WOW Reykjavik International Games hófust 25. janúar og lauk í gærkvöldi. Þetta var í 11. sinn sem leikarnir fóru fram en að þessu sinni var keppt í 17 einstaklingsíþróttagreinum. Flest af besta íþróttafólki okkar Íslendinga tók þátt og voru erlendir gestir um 600 talsins frá 48 löndum. 

Um helgina var keppt í níu íþróttagreinum og lauk leikunum með mikilli hátíð í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Að hátíðarkvöldverði loknum ávarpaði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, gesti og síðan var boðið upp á júdósýningu, dans og glæsilegt hátíðaratriði. Hátíðaratriðið var blanda af dansi, fimleikum, skylmingum og skotfimi en lag Bjarkar Guðmundsdóttir, Isobel, hljómaði undir. Það var Díana Rut Kristinsdóttir dansari sem túlkaði Isobel en leikstjóri var Jón Gunnar Þórðarson.

Eftirfarandi íþróttamenn voru stigahæstir eða valdir bestir í sinni íþróttagrein um helgina og fengu verðlaun á hátíðinni í gærkvöldi:

Badminton
Karl: Bartal Poulsen, Færeyjar
Kona: Þórunn Eylands, Ísland

Bogfimi
Karl: Carl Johan Bengtsson, Svíþjóð
Kona: Helga Kolbrún Magnúsdóttir, Ísland

Fimleikar
Karl: Nikolai Kisjkilev, Rússland
Kona: Uliana Perebinosova, Rússland

Frjálsíþróttir
Karl: Odain Rose, Svíþjóð
Kona: Emily Cherotich, Kenýa

Keila
Karl: Jesper Agerbo, Danmörk
Kona: Ástrós Pétursdóttir, Ísland

Skotfimi
Karl: Guðmundur Helgi Christensen, Ísland
Kona: Jórunn Harðardóttir, Ísland

Skvass
Karl: Þorbjörn Jónsson, Ísland

Skylmingar
Karl: Andri Nikolaysson Mateev, Ísland
Kona: Freyja Sif Stefnisdóttir, Ísland

Frá hátíðarkvöldverði Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöll.
Frá hátíðarkvöldverði Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöll. Sportmyndir.is
Glæsileg danspör svifu um gólfið á lokahátíðinni.
Glæsileg danspör svifu um gólfið á lokahátíðinni. Sportmyndir.is
Díana Rut Kristinsdóttir dansari túlkaði Isobel í hátíðaratriði Reykjavíkurleikanna.
Díana Rut Kristinsdóttir dansari túlkaði Isobel í hátíðaratriði Reykjavíkurleikanna. Sportmyndir.is
Skylmingafólk sýndi listir sínar á lokahátíðinni.
Skylmingafólk sýndi listir sínar á lokahátíðinni. Sportmyndir.is
Frá júdósýningu lokahátíðar Reykjavíkurleikanna.
Frá júdósýningu lokahátíðar Reykjavíkurleikanna. Sportmyndir.is
Íþróttafólkið sem fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur á seinni keppnishelgi …
Íþróttafólkið sem fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur á seinni keppnishelgi Reykjavíkurleikanna. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert