Upplýstir hlauparar

Ófáar „sjálfur“ voru væntanlega teknar í hlaupinu.
Ófáar „sjálfur“ voru væntanlega teknar í hlaupinu. Sportmyndir.is

Þeir voru vel upplýstir, skrautlegir og litríkir þátttakendurnir í Norðurljósahlaupi WOW á laugardagskvöldið.

Hlaupið hófst við Hörpu og þaðan ýmist hlupu eða gengu um 1.000 manns upp í Hallgrímskirkju skreyttir ljósum. Í kirkjunni fengu þátttakendur að hlýða á raftónverk eftir Svein Inga Reynisson sem var sérstaklega samið fyrir hlaupið.

Einnig var hlaupið hjá upplýstum Hljómskálanum og í gegnum Ráðhús Reykjavíkur. Endamark hlaupsins var í Listasafni Reykjavíkur þar sem dansarar og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór héldu uppi stuðinu. 

Norðurljósahlaup WOW var hluti af Vetrarhátíð og WOW Reykjavik International Games sem lauk í gær.

Hópurinn á leið upp Skólavörðustíginn.
Hópurinn á leið upp Skólavörðustíginn. Sportmyndir.is
Skrautlegir hlauparar við Hallgrímskirkju.
Skrautlegir hlauparar við Hallgrímskirkju. Sportmyndir.is
Friðrik Dór og dansarar héldu uppi stuðinu í Listasafni Reykjavíkur …
Friðrik Dór og dansarar héldu uppi stuðinu í Listasafni Reykjavíkur að hlaupi loknu. Sportmyndir.is
Dansar sem bæði hituðu upp fyrir hlaupið og héldu uppi …
Dansar sem bæði hituðu upp fyrir hlaupið og héldu uppi stuðinu í Hafnarhúsinu voru í glæsilegum búningum og vinsælir í myndatökur. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert