Þátttökumet í sundkeppninni (myndasyrpa)

Sund­keppni Reykja­vík­ur­leik­anna lauk í Laug­ar­dals­laug í gærkvöld en keppni stóð þar yfir alla helgina. Um 400 sund­menn tóku þátt í mót­inu, þar af 180 er­lend­ir frá sex lönd­um sem er þátt­töku­met.

Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir og Krist­inn Þór­ar­ins­son sem bæði koma úr Fjölni áttu stiga­hæstu sund móts­ins og í mótslok voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu sund mótsins.

  1. Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir, Fjölni – 100 m baksund – 1:03,22 – 776 stig
  2. Krist­inn Þór­ar­ins­son, Fjölni – 50 m baksund – 26,19 – 773 stig
  3. Stein­gerður Hauks­dótt­ir, SH – 50 m baksund – 30,06 – 729 stig
  4. Kol­beinn Hrafn­kels­son, SH – 50 m baksund – 26,79 – 722 stig
  5. Ingalill Naust­vik, Ber­gen Svømme Club – 50 m bring­u­sund – 32,80 – 720 stig

Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, var á staðnum og fletta má myndasyrpu hans frá mótinu hér efst í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert